Landslið
Guðjón Baldvinsson í baráttu við hinn siglfirsk ættaða Gunnar Nielsen.  Fjölmennur hópur færeyskra varnarmanna er við öllu búinn

Færeyskur sigur í Kórnum

Færeyingar lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu

22.3.2009

Færeyingar lögðu Íslendinga í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Kórnum.  Gestirnir fóru með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi með tveimur mörkum.

Jafnræði var með liðunum í byrjun en smám saman tóku Íslendingar yfirhöndina.  Þeir fengu tvö dauðafæri í sömu sókninni á 19. mínútu en fyrst varði hinn íslensk ættaði, Gunnar Nielsen, glæsilega í marki Færeyinga og svo hittu strákarnir ekki markið úr dauðafæri.  Tveimur mínútum síðar komst svo Færeyingar yfir með skallamarki eftir aukaspyrnu. 

Markvörður Færeyinga varði aftur stórglæsilega aukaspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni en á 42. mínútu koma annað mark Færeyinga, aftur eftir aukaspyrnu þar sem boltinn fór af Íslendingi í markið.

Þannig var staðan þegar Mike Riley flautaði til leikhlés en íslenska liðið sótti nær stanslaust í síðari hálfleik en tókst aðeins að skorað eitt mark.  Það kom á 90 mínútu þegar Jónas Guðni Sævarsson skoraði með hnitmiðuðu innanfótarskoti frá vítateigslínu.  Stutt síðar flautað Mike Riley til leiksloka og fyrsti sigur Færeyinga á Íslendingum í A landsleik karla staðreynd.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög