Landslið
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór Viðarsson í landsliðshópinn

Kemur í stað Brynjars Björns Gunnarssonar

27.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Skotum á Hampden Park, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Ólafur hefur valið Davíð Þór Viðarsson úr FH í hópinn og kemur hann í stað Brynjars Björns Gunnarssonar sem er meiddur.

Áður hafði Ólafur bætt þeim Ármanni Smára Björnssyni og Birki Bjarnasyni inn í hópinn í stað þeirra Heiðars Helgusonar og Birkis Más Sævarssonar.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög