Landslið
Heimavöllur AaB í Álaborg

Leikið í Álaborg hjá U21 karla

Vináttulandsleikur Dana og Íslendinga hjá U21 karla fer fram 5. júní

3.4.2009

Það hefur verið ákveðið að vináttulandsleikur Danmerkur og Íslands hjá U21 karla, fari fram í Álaborg á heimavelli AaB.  Leikurinn fer fram 5. júní og hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma.

Leikur þessi er hluti af samkomulagi á milli knattspyrnusambanda Danmerkur og Íslands en þessi landslið léku vináttulandsleik hér á landi á síðasta ári.  Þeim leik lauk með sigri Dana, 0 - 2.

Danir halda úrslitakeppni í EM hjá U21 karla árið 2011 og verður heimavöllur AaB einn af þeim leikvöngum er leikið verður á.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög