Landslið
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð

Sér leik Kristianstads og Djurgården á mánudaginn

7.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, verður á ferðinni í Svíþjóð nú um páskana.  Mun hann fylgjast með leik Kristianstads og Djurgården í efstu deild kvenna en sá leikur fer fram nú á mánudaginn.

Fimm landsliðskonur eru á mála hjá þessum tveimur félögum.  Þær Erla Steina Arnardóttir, Guðný Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir leika með Kristianstads undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.  Með Djurgården leiks svo þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.  Hægt er að fylgjast með leikjum í sænsku deildinni á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins, hér.

Sigurður fylgist nú með landsliðskonum heima og erlendis en framundan er hjá íslenska kvennalandsliðinu vináttulandsleikur við Holland og fer hann fram í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 14:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög