Landslið
Fareyska_kvennalandslidid

Leikið gegn Færeyjum í U17 og U19 kvenna

Liður í auknum samskiptum Íslands og Færeyja í kvennaknattspyrnu

17.4.2009

Ákveðið hefur verið að leika fjóra vináttuleiki milli yngri landsliða Íslands og Færeyja í sumar en leikið verður á Suðurlandi.  Leikirnir eru þáttur í auknum samskiptum Íslands og Færeyja í kvennaknattspyrnu og ætlunin er að leikir á milli þessa liða verði jafnvel árviss viðburður til skiptis á Íslandi og í Færeyjum.   U19 ára liðið leikur tvo leiki og U17 ára liðið jafnframt tvo leiki. 

Fyrri leikirnir fara fram 18. júlí í Hveragerði og í Þorlákshöfn og þeir síðari fara fram 20. júlí í Þorlákshöfn og á Hvolsvelli. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög