Landslið
Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw

Flestir leikmenn frá Hollandsmeisturum AZ

Þjálfarinn Vera Pauw velur 20 leikmenn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi

22.4.2009

Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw, hefur valið 20 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum næstkomandi laugardag kl. 16:00.

Flestir leikmenn hópsins koma frá Hollandsmeisturum AZ eða fimm talsins en langflestir leikmennirnir leika í heimalandinu.  Tveir leikmenn leika á erlendri grundu, leikjahæsti leikmaðurinn Annemieke Kiesel-Griffioen leikur með Duisburg í Þýskalandi og markahæsti leikmaður hópsins, Manon Melis, leikur með Ldb Malmö í Svíþjóð.  Hún var annar markahæsti leikmaður deildarinnar í Svíþjóð á síðasta ári með 22 mörk, einu marki minna en hin brasilíska Marta.   Markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar um þessar mundir er miðjumaðurinn Sylvia Smit en hún hefur skorað 13 mörk í 20 leikjum.

Núverandi meistarar, AZ, leiða einnig deildina í Hollandi á þessum tímapunkti er flest liðin eiga 3-4 leiki eftir.  Fast á hæla þeirra kemur ADO Den Haag en þessi félög mætast einmitt í næstu umferð.

Þjálfarinn Vera Pauw tók við landslið Hollands árið 2004.  Hún er fyrrum landsliðsfyrirliði Hollendinga og lék 89 landsleiki áður en hún lagði skóna á hilluna árið 1998.  Hún tók þá við landsliði Skota og náði að koma Skotum á kortið í kvennaknattspyrnunni áður en hún gerðist landsliðsþjálfari Hollands.  Hún er einnig fyrsta konan sem fær UEFA Pro Licence gráðu í Hollandi.

Hollenski hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög