Landslið
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn tilkynntur á morgun fyrir Holland og Makedóníu

A landsliðshópur og U21 karla hópurinn tilkynntur á morgun

25.5.2009

Á morgun, þriðjudaginn 26. maí, verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 13:00.  Á fundinum verður tilkynntur A landsliðshópur karla er mætir Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní og Makedóníu ytra 10. júní.  Báðir þessir leikir eru í undankeppni fyrir HM 2010.

Þá verður einnig tilkynntur hópurinn hjá U21 karla en liðið leikur vináttulandsleik gegn Dönum í Álaborg, föstudaginn 5. júní.  Þetta verður fyrsti landsleikur liðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar eftir að hann tók að nýju við stjórn liðsins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög