Landslið
U21 landslið karla

Eyjólfur velur hóp fyrir vináttulandsleik við Dani

U21 karla leikur gegn Dönum í Álaborg föstudaginn 5. júní

26.5.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Dönum þann 5. júní næstkomandi.  Leikið verður í Álaborg á heimavelli AaB.

Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar eftir að hann tók að nýju við stjórntaumum liðsins. 

Ísland og Danmörk hafa mæst í 6 skipti í þessum aldursflokki.  Þrisvar sinnum hafa þjóðirnar gert jafntefli, Íslendingar hafa unnið einu sinni en Danir tvisvar og hafa þeir sigrar komið í síðustu tveimur viðureignum þjóðanna.

Danir halda úrslitakeppni í EM hjá U21 karla árið 2011 og verður heimavöllur AaB einn af þeim leikvöngum er leikið verður á.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög