Landslið
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í bláan lit!

Allir að mæta í einhverju bláu á völlinn!

28.5.2009

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?

Allir áhorfendur sem leggja leið sína á Laugardalsvöllinn laugardaginn 6. júní, þegar Íslendingar og Hollendingar mætast í undankeppni HM 2010, eru hvattir til að klæðast bláum lit, þannig að sá litur verði áberandi í stúkunni. 

Hollendingarnir eru alltaf duglegir að mæta í appelsínugulum lit, þannig að við Íslendingar verðum að standa okkur í þeirri baráttu og kaffæra þá í hafi af bláum lit.

Litum stúkuna bláa!

Áfram Ísland, alltaf, alls staðar!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög