Landslið
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Færeyingar mæta í Kórinn 21. mars

Vináttulandsleikur karlalandsliða þjóðanna

6.1.2010

 

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 21. mars.  Þetta er þriðja árið í röð sem að þjóðirnar leika vináttulandsleik í Kórnum í marsmánuði.

Þegar þjóðirnar áttust við í mars í fyrra höfðu frændur okkar betur með tveimur mörkum gegn einu.  Árið 2008 léku þjóðirnar fyrsta karlalandsleikinn sem leikinn var innanhúss hér á landi og sigruðu þá Íslendingar með þremur mörkum gegn engu.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög