Landslið
Úr vináttulandsleik Íslands og Wales á Laugardalsvelli 28. maí 2008.  Myndina tók Vilbogi M. Einarsson

Vináttulandsleikur gegn Liechtenstein 11. ágúst

Þjóðirnar mætast á Laugardalsvelli

26.1.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Liechtenstein hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst.  Þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast í landsleik.  Íslendingar hafa þrisvar farið með sigur af hólmi, einu sinni hefur orðið jafntefli og Liechtenstein hefur einu sinni borið sigur úr býtum.

Þjóðirnar mættus síðast í vináttulandsleik á æfingamóti á La Manga í febrúar á síðasta ári og sigruðu Íslendingar þar með tveimur mörkum gegn engu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög