Landslið
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Christine Beck dæmir Ísland - Bandaríkin

42 dómarar frá 30 löndum við störf á Alagarve Cup

24.2.2010

Það verður góðkunningi Íslendinga, þýski dómarinn Christine Beck, sem dæmir leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup í dag.  Christine var við stjórnvölinn á eftirminnilegum leik Íslands og Írlands á köldu októberkvöldi árið 2008 en þá tryggði íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Dómaratríóið í leiknum kemur allt frá Þýskalandi en alls eru 42 dómarar sem starfa á mótinu og koma þeir frá 30 löndum.  Fyrir alla leiki mótsins í dag verður einnar mínútu þögn til minningar um þá sem látist hafa í miklum flóðum í Madeira í Portúgal.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög