Landslið
Jónas Guðni í leik gegn Færeyingum í Kórnum

Breytingar á hópnum fyrir vináttuleikinn við Kýpur

Eiður Smári, Brynjar Björn og Grétar Rafn allir úr hópnum

28.2.2010

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera breytingu á leikmannahóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Kýpur, sem fram fer ytra 3. mars.  Þrír leikmenn sem valdir voru í hópinn verða ekki með.  Jónas Guðni Sævarsson hefur verið kallaður inn í hópinn.

Eiður Smári Guðjohnsen fær frí í leiknum og verður því ekki með.  Brynjar Björn Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson eiga við meiðsli að stríða og geta því ekki verið með.

Hópurinn eftir breytingarnar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög