Landslið
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Stelpurnar mæta heimamönnum á Algarve

Ísland og Portúgal leika um 9. sætið á mótinu

2.3.2010

A landslið kvenna leikur um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu á miðvikudag og mætir þar heimamönnum, Portúgölum.  Leikurinn fer fram á aðalleikvanginum, Estadio Algarve, og hefst kl. 13:00.  Þýskaland og Bandaríkin leika til úrslita.

Leikið er um 1.-12. sæti á mótinu, alls sex leikir sem fara fram víðs vegar á Algarve svæðinu.  Úrslitaleikurinn fer fram á Estadio Algarve, aðalleikvanginum, eins og leikur Íslands gegn heimamönnum.

Leikir um sæti


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög