Landslið
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal

Liðin mætast á Estadio Algarve kl. 13:00

2.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal á miðvikudag.  Liðin mætast í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu og fer hann fram kl. 13:00 á aðalleikvangi svæðisins, Estadio Algarve, sama leikvangi og úrslitaleikur mótsins fer fram.

Leikaðferðin er 4-2-3-1 eða 4-5-1, með fjögurra manna vörn, tvo varnartengiliði, ,sókndjarfa kantmenn, sóknartengilið og einn framherja.

Byrjunarliðið

Markvörður

Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður

Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður

Thelma Björk Einarsdóttir

Miðverðir

Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Erna B. Sigurðardóttir

Varnartengiliðir

Sara Björk Gunnarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir

Sóknartengiliður

Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantmaður

Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantmaður

Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji

Margrét Lára Viðarsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög