Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 91. sæti á FIFA-listanum

Upp um 3 sæti frá síðasta mánuði

3.3.2010

Ísland er í 91. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca-Cola fyrir karlalandslið og hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá því í síðasta mánuði.  Mótherjar Íslands í vináttulandsleiknum í dag, Kýpverjar, eru í 66. sæti og hækka sig um tvö sæti frá fyrri mánuði.

Litlar breytingar eru meðal efstu liða og í raun engar á topp 4.  Spánverjar eru efstir sem fyrr, þá koma Brasilía, Holland og Ítalía.  Þýskaland og Portúgal hafa sæta skipti í 5. og 6. sæti, Frakkar standa í stað í 7. sæti, og Englendingar hafa sætaskipti við Argentínumenn, fara upp í 8. sætið.

Grikkir hækka sig um tvö sæti á listanum og eru því komnir inn á topp 10 í fyrsta skipti síðan í júní 2008.  Hækkun Grikkja er á kostnað Egypta, sem falla um sjö sæti og eru nú sautjándu.  Hástökkvari mánaðarins er Tadsjikistan (Tadsjikar).

Ef við skoðum liðin sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM, þá eru Portúgalir og Kýpverjar sem fyrr segir í 6. og 66. sæti, og Danir og Norðmenn eru jafnir í 33.-34. sæti listans.

Styrkleikalistinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög