Landslið
Heiðar Helguson

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur í dag

Heiðar Helguson er fyrirliði

3.3.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Kýpverja, sem fram fer á Antonis Papadopoulos-leikvanginum í Larnaca á Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Leikaðferðin er 4-3-3 eða 4-5-1.  Sjaldgæft er að sjá annað en fjögurra manna vörn í nútímaknattspyrnu og þannig er stillt upp hjá íslenska liðinu í dag, þ.e. tveir miðverðir og síðan bakverðir.  Þrír leikmenn eru inni á miðsvæðinu og munu þeir reyna að loka sendingarleiðum mótherjanna, brjóta niður sóknir, vinna boltann og koma honum annað hvort á kantmennina, sem er ætlað að sækja hratt þegar íslenska liðið vinnur boltann, eða á miðframherjann, sem mun halda boltanum þar til liðsauki berst.

Heiðar Helguson er fyrirliði Íslands í dag.

Byrjunarliðið

Markvörður

Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður

Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður

Indriði Sigurðsson

Miðverðir

Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason

Tengiliðir

Ólafur Ingi Skúlason, Aron Einar Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson

Hægri kantmaður

Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

Emil Hallfreðsson

Framherji

Heiðar Helguson (fyrirliði)


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög