Landslið
Icelandair Hotels web

Samstarfssamningur KSÍ og Icelandair Hotels

Áralangt samstarf heldur áfram

12.3.2010

Í dag var endurnýjaður samstafssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Icelandair Hotels.  Samningurinn felur í sér að öll landslið Íslands í knattspyrnu gista á hótelum Icelandair Hotels.

Samstarf KSÍ og Icelandair Hotels stendur á traustum grunni og hefur staðið yfir í mörg ár.  Það er því mikið ánægjuefni að þetta samstarf heldur áfram næstu árin.

Það voru þeir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri sem að skrifuðu undir samstarfssamninginn í dag.

Icelandair Hotels web


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög