Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn er mætir Serbíu og Króatíu

Leikið við Serba 27. mars og Króata 31. mars

16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, landsliðshóp sinn er leikur gegn Serbíu og Króatíu.  Leikirnir fara fram ytra 27. og 31. mars og eru í undankeppni fyrir HM 2011.

Hópurinn er leikreyndur og einungis tveir leikmenn sem hafa leikið færri en 10 landsleiki, þær Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir báðar úr Val, en þær léku sína fyrstu A landsleiki á nýafstöðnu Algarve Cup.

Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins, með níu stig eftir fjóra leiki.  Frakkar leiða riðilinn og hafa fullt hús eftir fjóra leiki. 

Þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland og Króatía mætast í A landsleik kvenna en Ísland hefur þrisvar mætt Serbíu og unnið alla þá leiki.

Hópurinn

Nánar um leikina


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög