Landslið
Claus Bo Larsen

Claus Bo Larsen dæmir Ísland - Færeyjar

Vináttulandsleikur í Kórnum kl. 12:00 á sunnudag

18.3.2010

Dómari í vináttulandsleik Íslands og Færeyja verður Claus Bo Larsen frá Danmörku.  Þessi reyndi dómari dæmdi m.a. leik Liverpool og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar UEFA árið 2009 og einnig leik Manchester United og Liverpool í undanúrslitum sömu keppni.  Þá dæmdi hann úrslitaleik Ofurbikarsins (Super Cup) árið 2008 þegar Zenit Petersburg og Manchester United léku í Monaco.

Þeir sem aðstoða Claus Bo Larsen í Kórnum á sunnudaginn verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Einar Sigurðsson.  Fjórði dómari verður Þorvaldur Árnason.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög