Landslið
Bank of America völlurinn í Charlotte

Mexíkó - Ísland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Útsending hefst kl. 23:50 á miðvikudagskvöld

23.3.2010

Íslenska landsliðið er nú komið til Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna en á morgun, miðvikudag, verður leikinn vináttulandsleikur gegn Mexíkó á Bank of America vellinum.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50 annað kvöld.

Miðasala á leikinn hefur gengið vel og er búið að selja rúmlega 60.000 miða en völlurinn sem leikið er á, tekur 72.500 manns í sæti.

Hópurinn æfði á keppnisvellinum í gær og fer vel um hópinn í Charlotte.

Hópur Mexíkó

Líkt og hjá íslenska liðinu, er leikmannahópur Mexíkó skipaður leikmönnum sem leika í sínu heimalandi.  Þó svo að vanti leikmenn er Landslið Mexíkó á flugvellinum í Charlotteleika með félagsliðum í Evrópu eru í hópnum margir fastamenn landsliðsins og leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni HM í sumar.  Leikreyndastur leikmannanna er miðjumaðurinn Gerardo Torrado en hann hefur leikið 121 landsleik.  Hópurinn er annars þannig skipaður:

Francisco Guillermo Ochoa Markvörður América
Luis Ernesto Michel Markvörður Guadalajara
Efraín Juárez Varnarmaður UNAM
Paúl Aguilar Varnarmaður Pachuca
Jonny Magallón Varnarmaður Guadalajara
Juan Carlos Valenzuela Varnarmaður América
Jorge Torres Nilo Varnarmaður Atlas
Jesús Molina Miðjumaður Tigres
Adrián Aldrete Miðjumaður Monarcas
Gerardo Torrado Miðjumaður Cruz Azul
Israel Castro Miðjumaður UNAM
Braulio Luna Miðjumaður San Luis
Adolfo Bautista Sóknarmaður Guadalajara
Alberto Medina Sóknarmaður Guadalajara
Pablo Barrera Sóknarmaður UNAM
Angel Eduardo Reyna Sóknarmaður América
Miguel Sabah Sóknarmaður Monarcas
Vicente Matías Vuoso Sóknarmaður Santos


 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög