Landslið
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Mörkin úr Ísland - Færeyjar

Fyrstu landsliðsmörk Matthíasar og Kolbeins

23.3.2010

 

Hér má sjá mörkin tvö sem Íslendingar gerðu í vináttulandsleik gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik eftir góðar sóknir.  Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrra markið eftir góða sendingu frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni.  Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo seinna markið eftir góðan undirbúning frá Skúla Jóni Friðgeirssyni og Steinþóri Frey Þorsteinssyni.

Íslenski hópurinn er nú staddur í Bandaríkjunum en þar leikur liðið vináttulandsleik gegn Mexíkó á morgun, miðvikudag.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 23:50


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög