Landslið
A landslið kvenna

Mist inn í hópinn fyrir leikina gegn Serbíu og Króatíu

Kemur í stað Ernu B. Sigurðardóttur sem er frá vegna meiðsla

23.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á A landsliði kvenna sem mætir Serbum og Króötum nú í mars.

Erna B. Sigurðardóttir er meidd og í hennar stað hefur Mist Edvardsdóttir, KR, verið valin.

Hópurinn heldur utan á fimmtudagsmorgun en leikið verður við Serbíu, laugardaginn 27. mars en við Króatíu, miðvikudaginn 31. mars.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög