Landslið
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna mætir Spánverjum í milliriðli EM

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt

26.3.2010

Stelpurnar í U19 landsliðinu hefja leik í fyrramálið, laugardaginn 28. mars, í milliriðli fyrir EM.  Leikið er í Rússlandi en fyrstu mótherjar íslenska liðsins verða Spánverjar en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Rússa og Tékka.

Aðstæður eru hinar bestu í Rússlandi, sólríkt og um 20 stiga hiti og fer ákaflega vel um hópinn.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður
Birna Berg Haraldsdóttir
Hægri bakvörður
Andrea Ýr Gústafsdóttir
Vinstri bakvörður
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
Miðverðir
Silvía Rán Sigurðardóttir
Elísa Viðarsdóttir
Hægri kantur
Katrín Ásbjörnsdóttir
Vinstri kantur
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Tengiliðir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Sigrún Inga Ólafsdóttir
Þórhildur Stefánsdóttir
Framherji
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
 
Við sendum stelpunum baráttukveðjur til Rússlands en hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög