Landslið
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna - Naumt tap gegn Rússum

Lokaleikur liðsins gegn Tékkum á fimmtudag

29.3.2010

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn Rússum í dag en þetta var annar leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Rússar komust yfir á 37. mínútu og var það eina mark leiksins.  Fyrr í dag unnu Spánverjar Tékka með fimm mörkum gegn engu.

Leikurinn í dag var hörkuleikur og réð íslenska liðið ferðinni í fyrri hálfleik og var mark Rússa heldur gegn gangi leiksins.  Rússar héldu svo fengnum hlut þrátt fyrir góðar tilraunir stelpnanna. 

Lokaleikur liðsins verður á fimmtudaginn þegar leikið verður við Tékka.  Efsta lið riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í maí í Makedóníu.  Sú þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sex, kemst einnig áfram í úrslitakeppnina.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög