Landslið
U19 landslið karla

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum

Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma

31.3.2010

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Rússlandi.  Mótherjarnir eru Tékkar og hefst leikurinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Á sama tíma leika Spánn og Rússland.

Rússar leiða riðilinn með sex stig en Ísland og Spánn hafa þrjú stig.  Tékkar reka svo lestin með ekkert stig.  Efsta lið riðilsins kemst áfram í úrslitakeppnina.  Rússum dugar eitt stig úr sinni viðureign til þess að tryggja sér sigur í riðlinum.

Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á www.uefa.com.

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Tékumm og er það þannig skipað:

Markvörður
Birna Berg Haraldsdóttir
Hægri bakvörður
Sigrún Inga Ólafsdóttir
Vinstri bakvörður
Andrea Ýr Gústafsdóttir
Miðverðir
Silvía Rán Sigurðardóttir
Elísa Viðarsdóttir
Hægri kantur
Katrín Ásbjörnsdóttir
Vinstri kantur
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Miðjumenn
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Þórhildur Stefánsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Framherji
Guðmunda Brynja Óladóttir

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög