Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Andorra

Vináttulandsleikur þjóðanna fer fram laugardaginn 29. maí

18.5.2010

Í dag hófst miðasala á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Sem fyrr fer miðasala fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðaverði er stillt í hóf en miðar kosta í forsölu 2.000 í rautt svæði og 1.000 krónur í grænt og blátt svæði.  Miðaverð hækkar um 500 krónur á leikdag. 

Þessar þjóðir hafa mæst þrisvar sinnum áður og þar af einu sinni í vináttulandsleik. Tvær viðureignanna voru í undankeppni EM 2000.  Þá vann Ísland 2-0 sigur ytra og 3-0 á Laugardalsvellinum. Í vináttuleiknum, sem fram fór árið 2002, vann íslenska liðið aftur 3-0 sigur.

Miðasala Ísland - Andorra

Hólf á Laugardalsvelli

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög