Landslið
Koldo Alvarez

Gullni leikmaðurinn sem varð þjálfari

Koldo var valinn "Gullni leikmaður" Andorra og tók síðan við sem þjálfari liðsins

25.5.2010

Koldo (Jesus Luis Alvarez de Eulate) er þjálfari karlalandsliðs Andorra, en hann tók við stórn liðsins fljótlega eftir að hann hætti sme leikmaður liðsins á síðasta ári.  Koldo lék alls 79 sinnum fyrir landslið Andorra og var valinn "Gullni leikmaður" (Golden player) Andorra á 50 ára afmæli UEFA.  Öll aðildarlönd UEFA tilkynntu um sinn "Gullna leikmann" við þetta tækifæri og þess má geta að Ásgeir Sigurvinsson var valinn fyrir Íslands hönd, þannig að gera má sér í hugarlund mikilvægi Koldos fyrir knattspyrnulandslið Andorra.

Koldo AlvarezKoldo, sem verður fertugur á árinu, er reyndar Spánverji að upplagi og var um skeið á mála hjá spænskum liðum eins og Atletico Madrid og Salamanca, en um miðjan 10. áratuginn fluttist hann til Andorra og gekk til liðs við knattspyrnulið þar í landi.  Fyrsta leikinn fyrir Andorra lék hann síðan árið 1998.  Síðasti landsleikur hans fyrir Andorra var í undankeppni HM 2010, 0-6 tap gegn Englandi á Wembley (sjá mynd).

Ísland og Andorra mætast í A-landsliðum karla á laugardag kl. 16:00, í vináttulandsleik á Laugardalsvelli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög