Landslið
Úr leik Andorra og Úkraínu

Númer 201 á FIFA-listanum

Andorra náði hæst í 125. sæti - árið 2005

25.5.2010

Karlalandslið Andorra náði sínum besta árangri á styrkleikalista FIFA árið 2005, þegar liðið settist í 125. sæti listans.  Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og frá síðasta ári hefur Andorra verið rétt neðan við sæti 200 á listanum og er nú í sæti 201.

Andorra vann sig smám saman upp listann á árinum 1997 til 2005, þegar hápunktinum var náð, en hefur síðan þá verið smá saman að síga niður hann aftur, og er nú við sína lægstu stöðu.

Ísland og Andorra mætast í A-landsliðum karla á laugardag kl. 16:00, í vináttulandsleik á Laugardalsvelli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög