Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Hækkað um fjögur sæti síðan í janúar

Ísland er í 90. sæti FIFA-listans

26.5.2010

Íslenska karlalandsliðið situr í 90. sæti nýútgefins styrkleikalista FIFA.  Þetta er hækkun um eitt sæti frá síðasta mánuði og hefur liðið því hækkað um fjögur sæti síðan í janúar á þessu ári.  Næstu mótherjar Íslands, Andorra, eru áfram í 201. sæti, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum kl. 16:00 næstkomandi laugardag.  Ef einungis Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 42. sæti.

Styrkleikalistinn

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög