Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Andorra

Vináttulandsleikur er fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00

26.5.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða  öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fram fer á Laugardalsvelli 29. maí næstkomandi kl. 16:00.

Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu KSÍ frá fimmtudeginum 27. maí til og með föstudeginum 28. maí, gegn framvísun viðeigandi skírteina.

KSÍ vill hvetja fólk til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll, upplifa stemmninguna og styðja við bakið á strákunum okkar í þessum vináttulandsleik.

Miðasala á leikinn er í gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Við erum öll í íslenska landsliðinu!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög