Landslið
Árni Gautur Arason

Þrír sigrar og markatalan 8-0

Ísland og Andorra hafa mæst þrisvar sinnum áður

27.5.2010

Ísland og Andorra mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á laugardag.  Þessar þjóðir hafa mæst þrisvar sinnum áður í A-landsliðum karla og hefur Ísland unnið alla leikina.  Samanlögð markatala í leikjunum þremur er 8-0 Íslandi í vil.

Liðin voru saman í riðli í undankeppni EM 2000 og vann Ísland þá fyrri leikinn ytra með tveimur mörkum gegn engu og heimaleikinn með þremur mörkum gegn engu.  Andorra tapaði öllum 10 leikjum sínum í þeirri undankeppni, en Ísland hafnaði í 4. sæti riðilsins með 15 stig, á eftir Rússum, Úkraínumönnum og Frökkum. 

Sama var uppi á teningnum þegar liðin mættust í vináttulandsleik á Laugardalsvelli árið 2002, þriggja marka sigur Íslands.  Árni Gautur Arason stóð í markinu í þeim leik og átti náðugan dag, en hann er einnig í landsliðshópnum nú.

Fyrri viðureignir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög