Landslið
Ólafur Ingi Skúlason á heimavelli í Árbænum

Æft við góðar aðstæður á Fylkisvellinum í morgun

Ólafur Ingi Skúlason var góður á æfingu, enda á heimavelli

27.5.2010

A landslið karla æfði á Fylkisvelli í Árbænum í morgun við fínar aðstæður.  Eins og fyrr hefur komið fram eru 10 leikmenn á U21 aldri í hópnum og því er mikill munur á meðalaldri yngra og eldra liðsins þegar skipt er í lið. 

Ólafur Ingi Skúlason var að sögn viðstaddra afar góður á þessari æfingu, enda uppalinn Fylkismaður og því á heimavelli.  Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru teknar af hinum fagurskeggjaða liðsstjóra landsliðsins, Birni Gunnarssyni.

Landsliðið æfir á Fylkisvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög