Landslið
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Bændum á gossvæðinu boðið á landsleikinn

Hafið samband við skrifstofur KSÍ - Miðar teknir frá

28.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða bændum á gossvæðinu á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun laugardaginn 29. maí kl. 16:00.

Þeir bændur sem hyggjast þiggja boðið er vinsamlegast bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ í dag föstudag í síma 510-2900 fyrir kl. 16:00. Þá verða miðar teknir frá en þá er síðan hægt að nálgast á vellinum í sérstöku boðsmiðahliði.

Nánari upplýsingar á vef Bændasamtakanna.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög