Landslið
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar sá Íslendingaslag í Svíþjóð

Landsliðsþjálfarinn fylgdist með leik Kristianstads og Örebro í sænsku deildinni

31.5.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, brá sér til Svíþjóðar og fylgdist með sannkölluðum Íslendingaslag í "Damallsvenskan" en svo kallast efsta deild kvenna í Svíþjóð.  Þetta var leikur Kristianstads og Örebro og lauk leiknum sem sigri heimaliðsins, 3 - 1.

Hjá Kristianstads léku þær Katrín Ómarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir en sú síðasttalda skoraði tvö mörk í leiknum.  Það er svo Elísabet Gunnarsdóttir sem þjálfar liðið.  Með Örebro léku þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir.

Framundan hjá kvennalandsliðinur eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni fyrir HM 2011 og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli.  Laugardaginn 19. júní verður tekið á móti Norður Írum og þriðjudaginn 22. júní mæta Króatar í heimsókn.

Riðill Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög