Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu

22 leikmenn valdir í þessa leiki í undankeppni HM 2011

10.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi þá 22 leikmenn sem hann velur fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu.  Leikirnir verða báðir á Laugardalsvelli, Norður Írar verða mótherjarnir laugardaginn 19. júní og Króatar þriðjudaginn 22. júní.

Þrír nýliðar eru í hópnum: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni, Katrín Ásbjörnsdóttir úr KR og Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór.

Ísland þegar leikið útileiki sína gegn þessum þjóðum í þessari undankeppni.  Liðið lagði Norður Íra í október á síðasta ári með einu marki gegn engu og Króatar voru lagði í mars með þremur mörkum gegn engu.

Hópurinn

Nánari upplýsingar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög