Landslið
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland mætir Norður Írlandi - Miðasala hafin

1.000 krónur fyrir fullorðna, frítt inn fyrir 16 ára og yngri

14.6.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni fyrir HM 2011kvenna.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní og hefst kl. 16:00.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Miðasala fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is

Íslenska liðið er í harðri baráttu við Frakka um efsta sæti riðilsins og er því þessi leikur gríðarlega mikilvægur í þeirri baráttu.  Þessar þjóðir mættust ytra á síðasta ári og unnu Íslendingar þá nauman sigur, 0 - 1.

Við hvetjum því alla knattspyrnuáhugamenn að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og hvetja stelpurnar til sigurs.

Miðasala Ísland - Norður Írland


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög