Landslið
Hólmfríður Magnúsdóttir

Byrjunarliðið gegn Norður-Írum á laugardag

Mikilvægur leikur hjá íslenska liðinu

18.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardag.  Leikurinn er sá fyrri í gríðarlega mikilvægri tveggja leikja hrinu og stelpurnar okkar ætla sér sigur.  Seinni leikur hrinunnar er á þriðjudag gegn Króatíu kl. 20:00, einnig á Laugardalsvelli.

Uppstillingin er nokkuð hefðbundin, 4-3-3 / 4-5-1.

Markvörður

Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður

Guðný B. Óðinsdóttir

Vinstri bakvörður

Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir

Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Sif Atladóttir

Varnartengiliður

Edda Garðarsdóttir

Miðtengiliðir

Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantmaður

Rakel Logadóttir

Vinstri kantmaður

Hólmfríður Magnúsdóttir

Miðframherji

Margrét Lára Viðarsdóttir

Sigurður Ragnar tilkynnti 22 manna hóp fyrir leikina tvo og fyrir utan hópinn að þessu sinni verða Katrín Ásbjörnsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög