Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 100 leikir hjá fyrirliðanum

Ísland tekur á móti Króatíu á Laugardalsvelli kl. 20:00

21.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði er sem fyrr í byrjunarliðinu og leikur sinn hundraðasta landsleik.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Guðný B. Óðinsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Sif Atladóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Tengiliðir: Katrín Ómarsdóttir og Edda Garðarsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Framherjar: Dagný Brynjarsdóttir.

Þær Sandra Sigurðardóttir, Silvía Rán Sigurðardóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir eru utan hóps að þessu sinni og Ólína G. Viðarsdóttir tekur út leikbann.

Sjáumst á vellinum!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög