Landslið
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Byrjunarlið Íslands U17 kvenna gegn Þjóðverjum

Erfiður leikur framundan gegn ógnarsterku þýsku liði

6.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Þjóðverjum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Stelpurnar unnu góðan 1-0 sigurá Finnum í fyrsta leik, en reikna má með erfiðum leik í dag enda hafa Þjóðverjar verið nánast ósigrandi í yngri landsliðum kvenna síðustu ár.

Byrjunarliðið - Leikkerfi 4-5-1:

Markvörður

Arna Lind Kristinsdóttir

Hægri bakvörður

Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður

Svava Tara Ólafsdóttir

Miðverðir

Írunn Þorbjörg Aradóttir (fyrirliði) og Ingunn Haraldsdóttir

Tengiliðir

Lára Kristín Pedersen, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir

Hægri kantur

Eva Núra Abrahamsdóttir

Vinstri kantur

Heiðrún Sunna Sigurðardóttir

Framherji

Aldís Kara Lúðvíksdóttir

U17 á Facebook

Hægt er að fylgjast með stelpunum á Facebook-síðu KSÍ.  Þar er hægt að skoða myndir og fleira skemmtilegt efni frá mótinu.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög