Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Sigur á Svíum og leikið um 3. sæti

Svíar lagðir 3 - 2 í hörkuleik

8.7.2010

Stelpurnar í U17 lögðu Svía að velli í dag í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3 -2 og leiddu íslensku stelpurnar í leikhléi, 2 - 0.  Þær Guðmunda Brynja Ólafsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti Hildur Antonsdóttir marki við.  Svíar gáfust hinsvegar ekki upp og minnkuðu muninn með tveimur mörkum en nær komust þær ekki og okkar stelpur fögnuðu sigri í leikslok.

Með þessum sigri tryggðu stelpurnar sér leik um þriðja sætið á mótinu sem fer fram á laugardaginn.  Ekki er ljóst hverjir mótherjarnir verða en það verða annað hvort Bandaríkin eða Noregur.  Nánari upplýsingar um mótherjana og leikinn í dag, koma hér á síðuna síðar.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög