Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um 11 sæti á FIFA listanum

Heimsmeistarar Spánverja í efsta sætinu

14.7.2010

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 11 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 79. sæti listans.  Nýkrýndir heimsmeistarar Spánverja eru í efsta sætinu og mótherjar þeirra í úrslitaleik HM, Hollendingar, eru í öðru sæti.

Af mótherjum Íslendinga í undankeppni fyrir EM 2012 er það að frétta að Portúgal er í 8. sæti listans, Norðmenn í 22. sæti, Danir í 29. sæti og Kýpur er í 63. styrkleikalista FIFA.  Íslendingar mæta einmitt Norðmönnum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli, 3. september næstkomandi.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög