Landslið
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Leikið við Wales á Svíþjóðarmótinu í dag

Byrjunarliðið tilbúið

20.7.2010

Strákarnir í U18 landsliðinu hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mæta Wales og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Leikið er á Laholm vellinum í Halland en auk þessara þjóða leika einnig Svíþjóð og Noregur og hefst þeirra leikur kl. 17:00.

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og er það þannig skipað.

Markvörður: Brynjar Örn Sigurðsson

Hægri bakvörður: Sverrir Ingi Ingason

Vinstri bakvörður: Bjarki Már Benediktsson

Miðverðir: Ásgrímur Rúnarsson og Hörður Björgvin Magnússon, fyrirliði

Tengiliðir: Kristján Gauti Emilsson, Einar Karl Ingvarsson og Emil Pálsson

Hægri kantur: Jón Gísli Ström

Vinstri kantur: Ingólfur Sigurðsson

Framherji: Bjarni Gunnarsson

Leikið verður svo við heimamenn á fimmtudaginn og Norðmenn á laugardaginn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög