Landslið
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Tryggðu þér miða á Danmörk - Ísland 7. september

Hægt að kaupa miða hér á síðunni

21.7.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 verður gegn Dönum, þriðjudaginn 7. september, á Parken.  Það er jafnan einstök stemning sem fylgir landsleikjum á Parken og margir Íslendingar sem hafa áhuga á að sjá okkar stráka eiga við Dani.

Þetta verður annar leikur Íslands í undankeppninni en fyrsti leikurinn verður gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september.  Miðasala á þann leik er nú í fullum gangi.

Hægt er að kaupa miða á leik Danmerkur og Íslands hér á síðunni og má finna nánari upplýsingar hér.

Miðasala Danmörk - Ísland

Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Mynd: Myndin er frá leik vináttulandsleik Danmerkur og Íslands sem fór fram í Árósum árið 1949.  Danir höfðu sigur, 5 - 1 og skoraði Halldór Halldórsson mark Íslands.  Þetta var fyrsti landsleikur Íslands á erlendri grundu en leikurinn þótti ákaflega prúðmannlega leikinn og til marks um það voru einungis dæmdar þrjár aukaspyrnur í leiknum.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög