Landslið
Knattspyrnusamband Íslands

Tap hjá U18 karla gegn Svíum á Svíþjóðarmótinu

Leikið við Norðmenn á morgun

23.7.2010

Strákarnir í U18 báðu lægri hlut gegn Svíum i gær en leikurinn var liður í Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Það var Hörður Björgvin Magnússon sem að skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu.

Á laugardaginn leika strákarnir lokaleik sinn í mótinu þegar þeir mæta Norðmönnum en þeir gerðu jafntefli við Wales í gær.  Íslenska liðið er sem stendur í öðru sæti á eftir heimamönnum.

Svíþjóðarmótið


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög