Landslið
A landslið karla

Ólafur Páll í landsliðið í stað Steinþórs

Steinþór meiddur - Ólafur Páll hefur ekki leikið A landsleik

9.8.2010

Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Liechtenstein á miðvikudag vegna meiðsla.  Í hans stað hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valið Ólaf Pál Snorrason, leikmann FH.

Ólafur Páll hefur aldrei áður verið valinn í A-landsliðið, en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.  Leikur Íslands og Liechtensteins fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudag og hefst kl. 19:30.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög