Landslið
Merki U21 karla

Ókeypis aðgangur á U21 landsleikinn í Krikanum

Fjölmennið og sjáið stjörnur framtíðarinnar

9.8.2010

Ókeypis aðgangur er á leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands, sem fram fer á Kaplakrikavelli á miðvikudag kl. 16:00.  Þarna er komið gullið tækifæri til að sjá helstu framtíðarstjörnur þessara þjóða eigast við í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2011. 

Íslenska liðið þarf á góðum stuðningi að halda úr stúkunni til að ná markmiði sínu, sem er sigur í leiknum.  Fjölmennum í Krikann og styðjum vel við bakið á þessum ungu og efnilegu strákum!  Frítt á völlinn!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög