Landslið
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Íslendingar erlendis geta séð A-liðið á SportTV.is

Nánari upplýsingar á www.sporttv.is

11.8.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar frá landsleik Íslands og Liechtenstein, sem hefst klukkan 19:30 í kvöld, út fyrir landssteinana. Í tilkynningu segir að þetta sé gert svo Íslendingar erlendis geti séð íslenska landsliðið í fótbolta í beinni útsendingu, en þeir sem eru staddir á Íslandi geta séð leikinn á Stöð 2 Sport eða auðvitað skellt sér á völlinn. 

Nánari upplýsingar er að finna á www.sporttv.is.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög