• fim. 30. des. 2004
  • Landslið

Knattspyrnumaður síðast útnefndur fyrir 17 árum

Arnór Guðjohnsen var síðasti knattspyrnumaðurinn á undan Eiði Smára til að hljóta útnefningu Samtaka Íþróttafréttamanna sem Íþróttamaður ársins, árið 1987. Alls hafa nú fimm knattspyrnumenn hafa verið útnefndir; Guðni Kjartansson (1973), Ásgeir Sigurvinsson (1974 og 1984), Jóhannes Eðvaldsson (1975), Arnór Guðjohnsen (1987) og Eiður Smári Guðjohnsen (2004). Ragnhildur Sveinsdóttir, unnusta Eiðs Smára, tók við viðurkenningunni fyrir hönd hans í hófi á Grand Hótel Reykjavík á miðvikudag.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Ragnhildi og Arnór, föður Eiðs, við verðlaunagripinn sem Íþróttamaður ársins hlýtur.