Landslið
Þóra Helgadóttir ræðir við Svölu sjúkraþjálfara

Fyrsta æfingin fyrir Frakkaleikinn

Æft á Hofstaðavelli í Garðabæ

19.8.2010

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Frakkland í undankeppni HM 2011 kvenna á Laugardalsvelli á laugardag.  Stelpurnar okkar komu saman til æfinga á miðvikudag og var æft á Hofstaðavelli í Garðabæ. 

Mikil eftirvænting er í hópnum og leikmenn hlakka til verkefnisins.  Vonast er eftir að sem flestir sjái sér fær að mæta á völlinn og styðja við bakið á leikmönnum liðsins í þessum mikilvæga leik.

KSÍ hefur ákveðið að standa fyrir fjölskylduhátíð í upphitun leiksins.  Boðið verður upp á hoppukastala, grillaðar pylsur, knattþrautir og ýmislegt skemmtilegt.  Hátíðin verður kynnt nánar síðar.

Harpa Þorsteinsdóttir

Silvía Rán Sigurðardóttir og Guðni Kjartansson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög